Ertu að leita að hinni fullkomnu brúðartertu?

 

Sumarið er tíminn þar sem margir ákveða að ganga í það heilaga. Og eitt af því sem þarf að hafa í huga er brúðartertan.

Oft er erfitt að finna hina fullkomnu tertu en við leggjum kapp okkar á að veita persónulega þjónustu þegar kemur að brúðartertum því við vitum hvað þær skipta miklu máli.

Við mælum með því að brúðhjón komi til okkar með sínar óskir og við reynum að uppfylla þær allar. Og auðvitað fá brúðhjónin smakk svo þau viti nákvæmlega að hverju þau ganga á stóra daginn.

Því miður náum við ekki að taka myndir af öllum tertunum okkar, einfaldlega vegna þess að það er oft ansi mikið að gera á sólríkum sumardögum. En ekki hika við að hafa samband – við gerum drauminn ykkar að veruleika.

Það er í tísku núna að þekja tertur ekki með kremi, marsipan eða sykurmassa. Hér er gott dæmi um það.

Það er í tísku núna að þekja tertur ekki með kremi, marsipan eða sykurmassa. Hér er gott dæmi um það.