Heilkorn lengja lífið

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/08/17/heilkorn_lengja_lifid/

 

Neysla heil­korna hef­ur áhrif á lang­lífi manna. Þetta er niðurstaða tveggja rann­sókna sem birst hafa ný­lega, en greint er frá þessu á vef embætt­is land­lækn­is.

Sam­kvæmt niður­stöðum rann­sókn­ar, sem birt­ist í Brit­ish Medical Journal í júní, eru þeir sem neyta þriggja skammta af heil­korna­vör­um á dag í 22% minni áhættu á að fá hjarta- og æðasjúk­dóma, dán­artíðni þeirra er í heild 18% lægri, 14% lægri af völd­um heila­blóðfalls og 15% lægri af völd­um krabba­meins.

Niður­stöðurn­ar sýndu mest­an ávinn­ing hjá þeim sem juku neyslu sína úr eng­um heil­korna­vör­um í tvo skammta á dag, eða 60 grömm, sem jafn­gild­ir um tveim­ur sneiðum af heil­korna­brauði.

Niður­stöður annarr­ar rann­sókn­ar, sem gerð var við Har­vard T.H. Chan School of Pu­blic Health, eru svipaðar, en sam­kvæmt þeim er heild­ar­dán­artíðni þeirra sem neyta þriggja skammta af heil­korna­vör­um á dag 20% lægri en hjá þeim sem borða lítið eða ekk­ert. Dán­artíðni af völd­um hjarta- og æðasjúk­dóma var 22% lægri hjá þeim sem neyttu þriggja skammta heil­korna­vara og 15% lægri af völd­um krabba­meins.

Fleiri rann­sókn­ir hafa kom­ist að sömu niður­stöðu. Í fe­brú­ar birt­ust niður­stöður rann­sókn­ar í American Journal of Cl­inical Nut­riti­on, þar sem rann­sak­end­ur höfðu fylgst með mataræði 55.000 Dana í yfir 13 ár.

Þeir sem neyttu mest heil­korna­vara voru í allt að 27% minni hættu á því að fá hjarta­áfall en þeir sem neyttu minnst. Sam­kvæmt niður­stöðunum má draga úr lík­um á hjarta­áfalli um 12% með því að auka neyslu heil­korna um 25 grömm á dag, eða um eina brauðsneið, en sam­kvæmt rann­sókn­inni hafa rúg­ur og hafr­ar mest áhrif.

Neysla Íslend­inga virðist batn­andi

Land­læknisembættið ráðlegg­ur fólki að borða a.m.k. tvo skammta af heil­korna­vör­um á dag, en ráðlegg­ing­arn­ar má m.a. finna á vef embætt­is­ins. Fólk er hvatt til að nota heil­korn í bakst­ur og grauta og velja bygg, hýðis­hrís­grjón eða heil­kornap­asta sem meðlæti í stað fín­unn­inna vara.

Ýmis­legt bend­ir til þess að mataræði Íslend­inga fari batn­andi og neysla heil­korna auk­ist. Niður­stöður könn­un­ar embætt­is land­lækn­is sem gerð var 2010–2011, sýn­ir að neysla Íslend­inga á gróf­um brauðum jókst úr 12 grömm­um í 22 grömm á dag, frá 2002, og neysla á hafra­graut fór úr 14 grömm­um á dag í 29 grömm á sama tíma­bili.