Þeir sem borða brauð geta lifað lengur

http://www.mbl.is/smartland/heilsa/2016/11/02/their_sem_borda_braud_geta_lifad_lengur/

„Brauð hef­ur átt á bratt­ann að sækja. Marg­ir hafa viljað losna við glút­enið og hátt inni­hald kol­vetna hef­ur staðið í öðrum. Bless­un­ar­lega er nú brauðið að fá upp­reist æru. Þar erum við ekki að tala um nær­ing­ar­laus pappa­brauð held­ur brauð unn­in úr al­vöru hrá­efn­um upp á gamla mát­ann. Vönduð súr­deigs­brauð sem eru fá­gæt hér á landi en finn­ast núorðið í sára­fá­um bakarí­um. Nýj­ar vís­inda­rann­sókn­ir frá Harw­ard há­skóla styðja svo ekki verður um villst að kornið er okk­ur mik­il­væg­ara en áður en var talið,“ seg­ir Guðrún Kristjáns­dótt­ir í Systra­sam­lag­inu í sín­um nýj­asta pistli:

Í vönduðu og vel unnu súr­deigs­brauði get­ur nefni­lega verið besta sam­setn­ing trefja sem völ er á, ásamt víta­mín­um, steinefn­um og allskon­ar flókn­um og lífs­nauðsyn­leg­um kol­vetn­um. Að því til­skyldu að not­ast sé við heilt korn sem ekki er búið meðhöndla og úða með allskyns eitri.

Sam­kvæmt nýju Har­vard rann­sókn­inni kem­ur fram að þeir sem borða 3 skammta af heilu korni á dag lifa tals­vert leng­ur en þeir sem ekki gera það. Það styður raun­ar við og vikk­ar út eldri rann­sókn­ir sem segja heilt korn draga úr hætt­unni á hjarta­sjúk­dóm­um, syk­ur­sýki og sum­um teg­und­um krabba­meina.

Besta leiðin til að sjá hvort um heil korn sé að ræða er rýna utan á umbúðirn­ar eða spyrja af­greiðslu­fólkið í baka­rí­inu. Ef orðið heilt eða „wholekem­ur fyr­ir þá ætti að vera um heil­korn að ræða. Ólíkt og í heilu korni hef­ur kímið og klíðið verið fjar­lægt úr unnu korni. Ef klíð og kím eru ennþá í brauðinu hæg­ir á niður­broti sterkju sem umbreyt­ist glúkósa (syk­ur). Óunnið korn held­ur blóðsykri okk­ar í jafn­vægi á meðan unnið korn virk­ar eins og syk­ur sem skýt­ur okk­ur upp í orku og svo strax niður í orku­leysi. 

Öllu skipt­ir, ef þú kýst súr­deigs­brauð, að það fái rétta meðhöndl­un svo prótein­in nái að brotna niður. Þannig minnka lík­ur á að það verði of þungt í maga. Og jafn­vel glút­en­inni­hald og aðrir óþolsvald­ar minnka um­tals­vert. Þetta er ein­mitt ástæða þess að t.d. Þjóðverj­ar borða helst ekki nýbakað súr­deigs­brauð. Þeir vilja það held­ur dags­gam­alt því þá hafa prótein­in brotnað ennþá bet­ur niður.

Trefjar í korni eru líka tald­ar koma í veg fyr­ir að kekk­ir mynd­ist í blóði sem minnk­ar lík­ur á hjarta­áföll­um og heila­blóðfalli.

Jurtaestrógen og lífs­nauðsyn­leg steinefni eins og magnesí­um, selen og kop­ar í korni eru þau efni sem tal­in eru geta minnkað lík­ur á ýms­um teg­und­um krabba­meina.

Og bara til að hafa það á tæru þá fjar­læg­ir vinnsla á korni ekki ein­göngu kímið og klíðið held­ur líka meira en helm­ing B-víta­mín­anna, 90 % E-víta­míns­ins og nán­ast all­ar trefjarn­ar.

En munið líka að skoða orðið heilt þegar um pasta, risotto, hrís­grjón og önn­ur grjón eða korn er að ræða. Og ef þú vilt glút­en­laust hafðu það korn heilt líka, eins og heilt am­ar­anth, heilt hirsi og heilt kínóa. Ann­ars er nær­ing­in svo gott sem horf­in. Am­ar­anth, hirsi og kínóa eru bestu glút­en­lausu heil­korn­in.

Þó er ekki allt sem sýn­ist. Heilt korn (whole grain) þýðir ekki alltaf al­veg heilt korn. Hlut­fallið af unnu á móti heilu get­ur stund­um verið 10:1 (tíu á móti ein­um). Þannig stimpla marg­ir fram­leiðend­ur vöru súna há­stöf­um sem heil­korna og kom­ast upp með það. Því ættu all­ir alltaf að kíkja eft­ir vönduðu og helst líf­rænu merkj­un­um og lesa vand­lega utan á vör­una. Best er að borga fyr­ir gæðin. Þá fáið þið svo miklu meiri, betri og dýpri nær­ingu úr minna magni.

Við erum rétt að bíta úr nál­inni með fitu­fób­í­una. Sú fóbía var kannski að mörgu leyti skilj­an­leg því fit­an sem hef­ur verið á borð bor­in und­an­farna ára­tugi var oft svo illa unn­inn að hún gat verið hættu­leg heilsu okk­ar. En sem bet­ur fer er nú neysla hrein­um og vönduðum jóm­frúarol­í­um af ýmsu tagi vaxið. Mik­il vit­und­ar­vakn­ing hef­ur orðið á neyslu góðra olía.

Nú ótt­ast hins veg­ar fram­sýn­ar kon­ur og menn að mörg heilsu­vanda­mál muni spretta upp vegna meint “syk­ur­leys­is” í framtíðinni. Syk­ur­leys­is­fóbí­an nú minni um margt á olíu­fób­í­una sem hafði marg­vís­leg­ar heilsu­fars­leg­ar af­leiðing­ar.

Marg­ir rugla sam­an sykri og sætu sem er alls ekki það sama. Margt sætt frá nátt­úr­unn­ar hendi er með því nær­ing­ar­rík­asta sem fyr­ir­finnst. Sæta er okk­ur jafn nauðsyn­leg og fita. Kannski mik­il­væg­ust af öllu. Lífs­ins el­exír. Og ef út í það er farið flokk­ast korn og grjón ásamt mörgu öðru und­ir hin sætu lífs­gæði sem þið getið kynnt ykk­ur bet­ur hér.

Heim­ild­ir: htt­ps://www.hsph.har­vard.edu/